Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. júní 2022 16:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Selma hafði betur í Íslendingaslag - Emelía átti stóran þátt í sigurmarki
Selma Sól
Selma Sól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengard sem vann Umea 5-2 í sænsku úrvalsdeild kvenna í dag. Liðið er með fimm stiga forystu á toppnum eftir 14 umferðir.


Kristianstad vann Brommapokjarna 2-1 en Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu báðar á bekknum. Amanda kom inná eftir klukkutíma leik en Emelía kom inná þegar 10 mínútur voru eftir og staðan enn 1-1.

Aðeins fimm mínútum síðar átti hún skot á markið sem var varið vel Evelyne Viens var fljót að átta sig og náði frákastinu og skoraði og tryggði Kristianstads stigin þrjú.

Liðið er í 3. sæti sex stigum á eftir Rosengard.

Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers sátu allan tíman á bekknum þegar Hacken tapaði 3-2 gegn Vittsjö á heimavelli. Vittsjö jafnaði því við Hacken í 4-5 sæti með 26 stig.

Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði Kalmar sem steinlág 4-0 gegn Hammarby. Kalmar er aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Í Noregi vann Valerenga öruggan 4-0 útisigur á Roa. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn fyrir Valerenga. Það var síðan Íslendingaslagur þegar Rosenborg fékk Brann í heimsókn.

Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg og Svava Rós Guðmundsdóttir í byrjunarlið Brann en Berglind Björg Þorvalsdóttir kom inná sem varamaður fyrir Svövu eftir klukkutíma leik.

Selma hafði betur þar sem Rosenborg fór með sigur af hólmi 1-0. Rosenborg jafnaði Valerenga að stigum í 2-3. sæti en Valerenga á leik til góða. Brann er á toppnum, fimm stigum á undan Rosenborg og Valerenga.


Athugasemdir
banner
banner