Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið Hannesar í góðri stöðu í Meistaradeildinni
Hannes spilaði ekki með Qaragab í gær, hann var ekki í hóp.
Hannes spilaði ekki með Qaragab í gær, hann var ekki í hóp.
Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir
Rétt eins og Valur, þá er Qarabag, nýja lið Hannesar Þórs Halldórssonar í góðri stöðu í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Valur sigraði Noregsmeistara Rosenborg á Origo-vellinum að Hlíðarenda í gær. Eina mark leiksins gerði miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson.

Fyrr um kvöldið spilaði Qarabag frá Aserbaídsjan við Olimpija frá Slóveníu og fór Qarabag þar sem sigur af hólmi, 1-0.

Hannes Þór Halldórsson lék ekki með Qarabag í leiknum en hann gekk í raðir liðsins á dögunum.

Qarabag fór í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra.

Gærkvöldið ekki gott fyrir norsku liðin
Einnig var leikið í Evrópudeildinni í gær og þar tapaði norska liðið Molde fyrir Glenovan frá Norður-Írlandi mjög óvænt. Leikurinn fór 2-1 fyrir Glenovan en leikið var í Norður-Írlandi.

Gærkvöldið ekki að fara vel í norsku liðin.

Einnig í gær, þá tapaði Íslendingalið Levski Sofia frá Búlgaríu gegn Vaduz frá Liechteinstein, 1-0. Hólmar Örn Eyjólfsson lék ekki með Levski í leiknum, en hann fékk lengra sumarfrí vegna þáttöku sinnar með Íslandi á HM. Leikurinn í gær var í Liechtenstein og fá Hólmar og félagar tækifæri til að koma til baka á heimavelli.

Í dag koma íslensku liðin til leiks. FH er í Finnlandi og mætir þar liði sem heitir Lathi. ÍBV og Stjarnan spila á heimavelli. ÍBV fær norska liðið Sarpsborg í heimsókn og Stjarnan etur kappi við
Nõmme Kalju frá Eistlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner