Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. ágúst 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson ánægður með stuðninginn sem Zaha fékk
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var sáttur við stuðningsmenn liðsins þegar Palace mætti Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Wilfried Zaha, besti leikmaður Palace, byrjaði á bekknum, en hann vildi fara frá félaginu áður en glugginn lokaði í síðustu viku.

Everton og Arsenal vildu fá Zaha, en hann fékk ekki að fara og verður því áfram hjá Palace - að minnsta kosti þangað til í janúar.

Zaha kom inn á sem varamaður þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum gegn Everton og fékk hann góðar móttökur á Selhurst Park, heimavelli Palace.

„Hann meðhöndlaði þetta vel, en stuðningsmennirnir hjálpuðu," sagði Hodgson. „Hann fékk mjög góðar móttökur."

„Það var gott að hafa hann til taks, til þess að fá nýja vídd í okkar leik. Þeir sem byrjuðu fremstir voru stórkostlegir, en það var gott að geta sett hann inn á."

„Ég hitti hann bara á föstudag því ég sendi hann heim á fimmtudag. Það var allt í fínu lagi með hann á föstudag."

Hodgson hefur fulla trú á því að Zaha muni ekki láta það sem gerðist í félagaskiptaglugganum hafa áhrif á sig á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner