Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. september 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kosóvó vann sinn fyrsta keppnisleik
Úr leik Íslands og Kosóvó.
Úr leik Íslands og Kosóvó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsleikjahléið var sögulegt fyrir Kosóvó sem vann sinn fyrsta keppnisleik.

Kosóvó varð aðildarland hjá UEFA árið 2016 og lenti í riðli með Íslandi í undankeppni HM. Ísland vann báða leiki sína gegn Kosóvó, en með sigri í þeim síðari tryggði Ísland sig inn á HM.

Kosóvó spilaði gegn frændum okkar Íslendinga frá Færeyjum í Þjóðadeildinni á þriðjudag. Liðin leika í D-deild, neðstu deild Þjóðadeildarinnar.

Það var Kosóvó sem hafði betur 2-0 og er það fyrsti sigur Kosóvó í keppnisleik, í sögunni.

Kosóvó gerði markalaust jafntefli gegn Aserbaídsjan í upphafsleik sínum í Þjóðadeildinni. Færeyjar byrjuðu á sigri gegn Möltu en þurftu að sætta sig við tap gegn Kosóvó.

Mikið gleðiefni fyrir Kosóvó sem var einnig að spila sinn fyrsta heimaleik. Kosóvó átti ekki löglegan þjóðarleikvang og lék heimaleiki sína í undankeppni HM í Albaníu. Það er búið að gera upp þjóðarleikvanginn í Kosóvó og var spilað á honum gegn Færeyjum. Eftir breytingar tekur hann 17 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner