Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. nóvember 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ungur aðdáandi óð inn á völlinn og fékk treyju Ronaldo
Ronaldo reif sig úr treyjunni.
Ronaldo reif sig úr treyjunni.
Mynd: EPA
Portúgal gerði markalaust jafntefli gegn Írlandi í gær. Varnarmenn Írlands náðu að halda Cristiano Ronaldo í skefjum en gæslumenn vallarins í Dyflinni náðu hinsvegar ekki að stöðva ungan aðdáanda Ronaldo sem hljóp inn á völlinn.

Stelpa komst framhjá gæslunni og að sjálfum Ronaldo eftir leikinn. Portúgalska ofurstjarnan brást við með því að faðma hana að sér og gefa henni treyjuna sína. Stelpan var í skýjunum.

Eins og áður sagði þá náði Ronaldo sér ekki almennilega á strik í leiknum, hann fór illa með nokkur góð færi.

Þrátt fyrir vonbrigðaframmistöðu tókst Portúgal með stiginu að komast aftur á topp A-riðils undankeppninnar, á betri markatölu en Serbía. Portúgal og Serbía mætast í Lissabon á sunnudag og þurfa Ronaldo og félagar jafntefli til að tryggja sér sæti á HM í Katar.


Athugasemdir
banner
banner