Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Fulham og Man City: Aguero byrjar
Aguero byrjar hjá City.
Aguero byrjar hjá City.
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 20:00 þegar topplið Manchester City heimsækir Fulham, sem er í fallsæti. Fulham getur með sigri eða jafntefli komið sér upp úr fallsæti en Man City er með 14 stiga forskot á toppnum.

Fulham vann Liverpool um síðustu helgi á Anfield. Frá þeim leik gerir Scott Parker tvær breytingar. Andre-Frank Zambo Anguissa og Ruben Loftus-Cheek koma inn í liðið fyrir Josh Maja og Bobby Decordova-Reid.

Pep Guardiola gerir aftur á móti sjö breytingar frá 5-2 sigrinum á Southampton í miðri viku. Ederson, Ruben Dias, Aymeric Laporte og Bernardo Silva halda sæti sínu. Aðrir gera það ekki. Sergio Aguero byrjar sinn fjórða deildarleik á tímabilinu en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og Covid.

Byrjunarlið Fulham: Areola, Tete, Andersen, Adarabioyo, Aina, Lemina, Reed, Anguissa, Loftus-Cheek, Cavaleiro, Lookman.
(Varamenn: Fabri, Hector, Mitrovic, Ream, Bryan, Onomah, Maja, Kongolo, Robinson)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Mendy, Dias, Stones, Laporte, Cancelo, Rodrigo, Silva, Torres, Jesus, Aguero.
(Varamenn: Steffen, Walker, Gundogan, Zinchenko, De Bruyne, Fernandinho, Mahrez, Foden, Garcia)
Athugasemdir
banner
banner