Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Öruggt hjá Fjarðab/Hetti/Leikni og Fram
Fram hafði betur gegn Álftanesi.
Fram hafði betur gegn Álftanesi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir spilaðir í C-deild Lengjubikars kvenna á þessum laugardegi.

Álftanes tók á móti Fram og þar voru það Framarar sem höfðu betur, 2-5. Halla Þórdís Svansdóttir fór á kostum í liði Fram og skoraði fernu fyrir sitt lið.

Bæði þessi lið voru að spila annan leik sinn í Lengjubikarnum og bæði töpuðu þau í fyrsta leik; Álftanes gegn Fjölni og Fram gegn ÍR. Fram er núna með þrjú stig eftir tvo leiki.

Þá vann Fjarðab/Höttur/Leiknir sigur á Sindra í Fjarðabyggðarhöllinni. Leikurinn endaði 4-0 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik í mótinu.

Riðill 1
Álftanes 2 - 5 Fram
0-1 Halla Þórdís Svansdóttir ('5)
0-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('10)
0-3 Halla Þórdís Svansdóttir ('15)
0-4 Alma Dögg Magnúsdóttir Acosta ('22)
1-4 Sjálfsmark ('27)
2-4 Elín Halldóra Erlendsdóttir ('30)
2-5 Halla Þórdís Svansdóttir ('85)

Riðill 2
Fjarðab/Höttur/Leiknir 4 - 0 Sindri
1-0 Ársól Eva Birgisdóttir ('5)
2-0 Ársól Eva Birgisdóttir ('39)
3-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('41)
4-0 Katrín Edda Jónsdóttir ('52)
Athugasemdir
banner
banner