Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 13. mars 2021 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Moukoko skoraði í sigri Dortmund
Moukoko er gríðarlega efnilegur.
Moukoko er gríðarlega efnilegur.
Mynd: Getty Images
Borussia D. 2 - 0 Hertha
1-0 Julian Brandt ('54 )
2-0 Youssoufa Moukoko ('90 )
Rautt spjald: Vladimir Darida, Hertha ('80)

Borussia Dortmund vann heimasigur gegn Hertha Berlín í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Dortmund var sterkari aðilinn en það var ekkert skorað í fyrri hálfleiknum.

Snemma í seinni hálfleiknum rataði langskot Julian Brandt í netið. Hvað Rune Jarstein í marki Hertha var að gera í markinu, það mun líklega enginn vita nema bara hann sjálfur.

Vladimir Darida, leikmaður Hertha, fékk svo rautt spjald fyrir ljóta tæklingu og í uppbótartímanum skoraði hinn 16 ára gamli Youssoufa Moukoko annað mark Dortmund. Sá er efnilegur, mjög efnilegur.

Dortmund er í fimmta sæti, núna einu stigi frá Meistaradeildarsæti. Hertha er í 15. sæti.

Önnur úrslit í dag:
Þýskaland: Bayern sigraði - Quaison með mikilvægt sigurmark
Athugasemdir
banner
banner