Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. ágúst 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Cech brjálaður út í Bayer Leverkusen eftir Twitter færslu
Cech var ekki skemmt yfir Twitter færslu Leverkusen
Cech var ekki skemmt yfir Twitter færslu Leverkusen
Mynd: Getty Images
Bernd Leno var seldur til Arsenal í sumar.
Bernd Leno var seldur til Arsenal í sumar.
Mynd: Getty Images
Petr Cech átti erfitt með að sjá broslegar hliðar á Twitter færslu Bayer Leverkusen eftir leik Arsenal og Manchester City um helgina.

Leverkusen gaf þar sterklega til kynna að Bernd Leno ætti frekar að verja mark Arsenal eftir tapið um helgina.




Chech varði nokkrum sinnum vel en átti klaufalegt augnablik í miðjum leiknum þar sem hann skoraði næstum því sjálfsmark. Cech var allt annað en sáttur við Twitter færsluna og svaraði félaginu fullum hálsi.

Þar sagði Cech að hjá Arsenal væri fagmennska og íþróttamennska í hávegum höfð, hann harmaði að slíkt væri ekki hjá sumum öðrum félögum.




Það verður spennandi að sjá hvort að Leverkusen haldi áfram á sömu braut ef Leno verður áfram á bekknum í næstu leikjum en félagið þykir einkar líflegt á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner