Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. ágúst 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Daily Mail 
Pistill: Hvernig Bielsa hefur vakið sofandi risa
Marcelo Bielsa fer frábærlega af stað með Leeds.
Marcelo Bielsa fer frábærlega af stað með Leeds.
Mynd: Getty Images
Bielsa er skrautlegur og fer aðrar leiðir en flestir.
Bielsa er skrautlegur og fer aðrar leiðir en flestir.
Mynd: Getty Images
Kemar Roofe er einn þeirra sem hafa blómstrað hjá Bielsa.
Kemar Roofe er einn þeirra sem hafa blómstrað hjá Bielsa.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bielsa er 63 ára.
Bielsa er 63 ára.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Leeds elska Bielsa.
Stuðningsmenn Leeds elska Bielsa.
Mynd: Getty Images
Leeds fer frábærlega af stað í ensku Championship-deildinni, liðið hefur lagt Stoke og Derby, Veðbankar telja Leeds nú líklegast liða til að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa hefur sérstakar aðferðir og aðhyllist stórskemmtilegan leikstíl. Hann var ekki lengi að fá stuðningsmenn Leeds á sitt band.

Hér að neðan má sjá íslenska þýðingu á pistli íþróttafréttamannsins Amitai Winehouse sem birtist í Daily Mail. Þar rýnir hann í byrjun Leeds undir stjórn Bielsa.



Stóra spurningin fyrir tímabilið í Championship-deildinni var hvernig Marcelo Bielsa myndi ná að aðlagast deildinni. Miðað við byrjun tímabilsins virðist deildin þurfa að aðlagast honum.

Byrjun Leeds hefur verið áhugaverðasta sagan í uppafi tímabils. Þeir unnu Stoke, sem fyrir tímabil var taldið líklegast til að vinna deildina, 3-1 á heimavelli og tóku svo Frank Lampard og lærisveina í Derby í kennslustund með 4-1 útisigri á laugardaginn.

Það hefur gert það að verkum að veðbankar telja nú Leeds vera líklegasta liðið til að vinna deildina og fara upp.

Leeds hefur verið í þessari stöðu áður. Á síðasta tímabili var liðið ósigrað á toppnum eftir sjö umferðir en seig svo niður og hafnaði í 13. sæti. Lið undir stjórn Bielsa eru einnig fræg fyrir að fara vel af stað en gefa svo eftir. Stuðningsmenn eru ekki að fara framhjá sér í spenningi.

En það er eitthvað varðandi Bielsa og leikstíl hans sem hefur fengið sérfræðinga til að tala. Championship hefur ekki séð svona leikstíl á síðustu árum. Hvernig hefur hann breytt svona miklu á sex vikna undirbúningstímabili og tveimur leikjum?

Grimmt undirbúningstímabil
Bielsa lítur á daglegt líf fótboltamannsins sem vinnu. Það er eitt af því sem leikmenn Leeds þurftu að venjast þegar þeir byrjuðu að æfa undir nýjum stjora.

Það voru þrefaldar æfingar yfir sumartímann þar sem Bielsa og þjálfarateymi hans sá til þess að leikmenn yrði í ásættanlegu formi til að takast á við þann leikstíl sem hann vill spila.

Leikmannahópurinn var saman á æfingasvæðinu frá 9 á morgnana til 7 á kvöldin. Framkvæmdir hafa átt sér stað til að búa til meira pláss fyrir leikmenn sem lögðu sig oft á milli æfinga.

Kröfur Bielsa voru svo rosalega krefjandi að nýir leikmenn voru varaðir við af þeim leikmönnum sem voru fyrir að þeir ættu von á grimmd á æfingasvæðinu.

Það var líka vinna utan æfingasvæðisins. Bielsa kannaði hvað það kostaði á leiki liðsins og fann út að það tæki meðal stuðningsmann þrjá klukkutíma að vinna til að eiga efni á miða. Hann sendi þá leikmenn sína út að tína rusl í þrjá tíma til að fá þá til að skilja það hvað fótbolti skiptir stuðningsmennina miklu máli.

Hann hefur bætt leikmennina
Þessi vinna myndi hafa litla þýðingu ef hún myndi bara fá leikmenn til að hlaupa meira. Bielsa virðist hafa bætt fótboltagetu hjá stórum hluta hópsins.

Það voru komnar vísbendingar um að það myndi gerast. Pep Guardiola vildi senda Jack Harrison til Leeds á lán því hann taldi að Bielsa, einn af þeim stjórum sem hann lítur upp til, myndi gera hann að betri leikmanni. Benjamin Mendy sagði að Bielsa hafi verið stjórinn sem hafi fengið sig til að opna augun.

En þetta lið endaði í 13. sæti í Championship á síðasta tímabili. Aðeins einn leikmaður sem kom í sumar, Barry Douglas, hefur byrjað annan hvorn leikinn. Það þýðir að nánast sama lið og vann ekki útileik eftir jólin á síðasta tímabili hefur unnið tvö af sterkustu liðum Championship-deildarinnar.

Bielsa tók undirbúning yfir sumarið. Á þeim sólahring sem leið frá því að Leeds hafði samband og hann fór í fyrstu alvöru viðræðurnarm hafði hann horft á sjö leiki frá síðasta tímabili. Hann horfði á hverja mínútu af þeim áður en hann lenti í Leeds, þar á meðal æfingaleiki.

Áhrif Bielsa á leikmenn eru augljós. Fyrirliðinn Liam Cooper sem stóð ekki undir væntingum á síðasta tímabili fór í þrjár tæklingar, var gríðarlega virkur í spilinu og átti upptökin að fjórða marki Leeds á laugardaginn.

Kalvin Phillips hefur endurfæðst sem djúpur miðjumaður, verið skjöldur fyrir vörnina og dottið niður þegar bakverðirnir fara fram. Mateusz Klich, sem var lánaður burt í janúar, skoraði fyrsta markið í báðum leikjum. Gjanni Alioski, góður leikmaður sem hefur verið gagnrýndur, átti stoðsendingu og mark á laugardaginn.

Svo er það Kemar Roofe. Enn aðeins 25 ára en tímabil þar sem hann varð markahæstur hjá Leeds virðist ekki gera framtíð hans hjá félaginu örugga. Koma Patrick Bamford fyrir 7,7 milljónir punda gerði það að verkum að það kom á óvart þegar hann byrjaði fyrsta leik. Síðan hefur hann verið valinn maður leiksins hjá Sky Sports í báðum leikjum. Hann var út um allt gegn Stoke og skoraði tvö gegn Derby. Fyrra markið var frábær skalli og það seinna var mögnuð móttaka, snúningur og hörkuskot upp í hornið.

Miðað við þetta þá kann Bielsa að gera þau vopn sem hann hefur fyrir enn öflugri.

Leikkerfi Bielsa og sóknarleikur
Þegar kemur að taktík hefur einnig verið erfitt að ráða við Leeds. Eftir leikinn á laugardag sagði Craig Bryson hjá Derby: „Við mættum með áætlun til að stöðva þá en ég held að við höfum ekki náð að fylgja henni eins og stjórinn hefði viljað. Ég tel að við höfum einfaldlega verið sigraðir af betra liði. Þeir voru beittari en við á öllum sviðum."

Það er auðvelt að punkta niður hvað Bielsa krefst: Hápressu, sóknarleik, hann vill dínamískan fótbolta með stöðugum færslum á stöðum. En, eins og Derby komst að, er erfitt að stöðva það.

4-1-4-1 leikkerfi hans hefur svínvirkað fyrir Leeds. Phillips ver vörnina en fær frjálsræði til að taka þátt í sóknarleiknum og reyna að skapa mark þegar hann telur að liðið geti unnið boltann aftur. Samu Saiz vinnur framar en Klich á miðjunni, sem einn hæfileikaríkasti leikmaður liðsins nýtir hann frjálsræðið sem hann fær til hins ítrasta. Joe Ledley var settur inn hjá Derby þar sem þeir náðu ekki að ráða við Spánverjann.

Það er áberandi sjálfstraust og liðið heldur áfram að sækja, jafnvel þó sigurinn virðist vera kominn í hús. Skalli Alioski kom stuttu eftir að annað mark Roofe kom Leeds yfir á erfiðum útivelli. Flest félög hefði dregið sig til baka og landað stigunum.

Bielsa er þó ekki alveg fullkomlega sáttur og eyðir miklum tíma á fréttamannafundum eftir leiki að fara fram á meira frá liðinu en hrósar þó leikmönnum fyrir góð úrslit.

Stuðningsmennirnir syngja með
Það er auðvelt að styðja stjóra sem hefur landað sigrum gegn tveimur liðum sem spáð er toppbaráttu. En flestir stuðningsmenn Leeds hafa stutt ráðningu hans, jafnvel áður en hún var talin líkleg.

Þegar fyrstu sögusagnir um Bielsa fóru af stað var talið að hann væri óraunhæfur kostur til að koma í stað Paul Heckingbottom, áður en fréttir frá Baskalandi sögðu að hann væri mögulegur í starfið.

Einn stuðningsmaður Leeds skrifaði á Twitter á laugardag: 'Ef ég fæ 2 likes læt ég húðflúra mynd af Marcelo Bielsa á ennið á mér'.

Allt varðandi Bielsa hefur verið tekið opnum örmum af stuðningsmönnum. Sú staðreynd að hann sást með bresku kvikmyndina Kes á DVD vakti mikla hrifningu stuðningsmanna.

Hann hefur reynt að bæta enskukunnáttu sína með hjálp frá frönskum túlki sem fylgir honum hvert fótmál. Á leiknum gegn Stoke sat hann á fötu sem sneri á hvolf og umræða fór af stað hvort hægt væri að fá auglýsingasamning út á fötuna. Stuðningsmenn voru ánægðir með að sjá liðsstjórann taka fötuna með á Pride Park.

Sjálfur segist Bielsa ekki skilja hvað sé svona merkilegt við þessa fötu. Hún færi honum bara betra yfirsýn á völlinn.

Aðdáandi frá Argentínu sem mætti á æfingaleik gegn Oxford fékk góðar móttökur frá Bielsa á hliðarlínunni. Aðdáandinn sýndi húðflúr sitt af 'El Loco' eins og Bielsa er kallaður í Suður-Ameríku og sagði að í augum sumra í Argentínu væri Bielsa mikilvægari en Diego Maradona.

Það eru upphafsdagar tímabilsins og enginn stuðningsmaður Leeds myndi segja að stjóri liðsins væri með hendi Guðs. En bjartsýnin er ríkjandi og það ekki að ástæðulausu.
Athugasemdir
banner
banner
banner