Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. ágúst 2019 16:25
Elvar Geir Magnússon
Man City sleppur við kaupbann - Fær sekt
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City hafa fengið sekt frá FIFA upp á 370.000 svissneskra franka. Það eru tæplega 50 milljónir íslenskra króna.

Stóru fréttirnar eru þær að félagið fær ekki kaupbann en vangaveltur voru uppi um að það gæti orðið refsingin.

Manchester City braut FIFA reglur um kaup og skráningu á leikmönnum undir 18 ára aldri.

Manchester City hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinn með 5-0 sigri gegn West Ham.

Chelsea var dæmt í tveggja glugga kaupbann fyrir að brjóta reglur FIFA varðandi samninga við unga leikmenn en hefur áfrýjað þeim úrskurði til alþóða íþróttadómstólsins.
Athugasemdir
banner
banner