Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. september 2018 07:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Glamour 
Rúrik: Mamma og pabbi tóku lán til að koma mér út
Rúrik hefur leikið 50 landsleiki.
Rúrik hefur leikið 50 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forsíða Glamour.
Forsíða Glamour.
Mynd: Glamour
Í nýjasta tölublaði tímaritsins Glamour er áhugavert og skemmtilegt forsíðuviðtal sem Álfrún Pálsdóttir ritstjóri tók við landsliðsmanninn Rúrik Gíslason.

Sjálfur segist Rúrik aldrei hafa opnað sig eins mikið í viðtali.

Náið samband hans við foreldra sína skín vel í gegn en hann segir frá því að þau hafi lagt mikið á sig til að hann gæti látið drauminn rætast og orðið atvinnumaður í fótbolta.

Rurik er uppalinn HK-ingur en fór ungur til Charlton á Englandi. Tilboðið frá Charlton var ekki frábært.

„Ég held að ég hafi aldrei sagt frá þessu áður en mamma og pabbi tóku lán til að koma mér út. Svo að ég gæti átt eitthvað til að lifa sómasamlegu lífi þarna úti. Ég fékk ekki mikinn pening á þessum samningi og þau aðstoðuðu mig," segir Rúrik við Glamour.

„Ég hef alltaf átt þeirra stuðning 100 prósent, í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá sérstaklega í fótboltanum. Það er gríðarlega mikilvægt og ein helsta ástæða þess að maður er búinn að endast í þessu svona lengi."

„Mamma hefur alltaf hvatt mig í öllu og hrósar mér eftir hvern einasta leik, sama hvað ég hef gert, á meðan pabbi hefur alltaf getað fundið eitthvað sem ég hefði getað gert betur."

Neikvæðni á Íslandi
Rúrik er þrítugur og hefur búið erlendis lengi. Athyglisvert er að hann telur að hann muni ekki flytjast aftur til Íslands.

„Það er svo langt síðan ég bjó á Íslandi og það er alltaf gott að koma heim. En ég veit það ekki, mér finnst fullmikil neikvæðni á Íslandi fyrir minn smekk. En maður á aldrei að segja aldrei svo sem, en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi aftur," segir Rúrik.

Kynfæramyndir frá báðum kynjum
Rúrik eignaðist marga aðdendur í sumar þegar hann steig á stóra sviðið með landsliðinu og lék á HM í Rússlandi. Kvenkyns aðdáendur eru í meirihluta en hann er með 1,2 milljónir á Instagram.

Í Glamour kemur fram að hann fái send alls konar skilaboð í tíma og ótíma, þar á meða kynfæramyndir frá báðum kynjum.

„Nei, þetta truflar mig ekkert. Ég hef val um hvort ég opna þetta eða ekki, og kannski er ég bara orðinn svona vanur þessu eða eitthvað. Þetta allavega truflar mig mjög lítið," segir Rúrik sem er vanur því að fá skot frá liðsfélögum sínum vegna frægðarinnar á Instagram.

„Við erum með grúppu, strákarnir í landsliðinu, þar sem þeir eru óhræddir við að skjóta á mig. Eiginlega í hvert einasta sinn sem ég set inn á Instagram Story þá þá kemur eitthvað frá þeim."

Í Glamour má lesa viðtalið í heild sinni og sjá myndir sem Baldur Kristjánsson ljósmyndari tók af Rúrik í Þýskalandi þar sem hann spilar með B-deildarliðinu Sandhauen.
Athugasemdir
banner
banner