Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 13. nóvember 2017 19:30
Elvar Geir Magnússon
Níu sem ekkert komu við sögu gegn Tékkum
Icelandair
Ragnar Sigurðsson byrjar væntanlega leikinn á morgun.
Ragnar Sigurðsson byrjar væntanlega leikinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fá Katarar að sjá Gylfa á morgun?
Fá Katarar að sjá Gylfa á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu leikmenn sem eru í íslenska landsliðshópnum í Katar, þar af þrír markverðir, komu ekki við sögu í leiknum gegn Tékkum í síðustu viku.

Búast má við því að flestir þeirra komi við sögu í leiknum gegn Katar á morgun en Heimir Hallgrímsson hefur talað um að dreifa spiltímanum vel í þessum verkefnum.

Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason hafa verið að glíma við meiðsli og ólíklegt að þeir spili og þá má búast við því að aðalmarkvörðurinn, Hannes Þór Halldórsson, fái frí.

Mögulegt er að skærasta stjarna Íslands, Gylfi Þór Sigurðsson, byrji leikinn en ólíklegt er að hann leiki meira en 45 mínútur.

Stefnt er að því að Jón Guðni Fjóluson spili allan leikinn í hjarta varnarinnar og búast má við því að Ragnar Sigurðsson hefji leik við hlið hans.

Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson fékk ekki mikinn spiltíma í leiknum gegn Tékkum en gæti nú fengið byrjunarliðsleik til að sýna sig. Arnór Smárason (viðtal við hann er hér að neðan) mun að öllum líkindum einnig fá sinn spiltíma.

Þrátt fyrir að hafa leikið 60 mínútur gegn Tékkum gæti Birkir Bjarnason, einn af lykilmönnum Íslands, spilað eitthvað á morgun. Hann er afskaplega lítið að fá að spila með Aston Villa og tæki fleiri spilmínútum örugglega opnum örmum.

Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason byrjuðu saman frammi gegn Tékkum og líklegt að þeir komi einnig við sögu á morgun.



Spiluðu ekkert gegn Tékkum:
Hannes Þór Halldórsson (m)
Ögmundur Kristinsson (m)
Ingvar Jónsson (m)
Jón Guðni Fjóluson
Ragnar Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
Aron Einar Gunnarsson
Arnór Smárason

Spiluðu innan við 10 mínútur gegn Tékkum:
Diego Jóhannesson
Kristján Flóki Finnbogason

Sjá einnig:
Ísland 1 - 2 Tékkland
Arnór Smára: Við sem höfum minna spilað komum á öðrum forsendum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner