Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. janúar 2023 14:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Manchester borg er rauð eftir magnaðan síðari hálfleik
Mynd: EPA

Manchester Utd 2 - 1 Manchester City
0-1 Jack Grealish ('60 )
1-1 Bruno Fernandes ('78 )
2-1 Marcus Rashford ('82 )


Svakalegum grannaslag í Manchester var að ljúka en það var United sem stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan síðari hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn var lognið á undan storminum en þó fékk Marcus Rashford tvö tækifæri til að skora. Fyrra skiptið eftir skógarútlhaup hjá Ederson en Manuel Akanji bjargaði á línu.

Í seinna skiptið sá Ederson við honum með góðu úthlaupi og lokaði á skotið.

Manchester City komst yfir eftir klukkutíma leik þegar Jack Grealish skoraði eftir að hafa komið inn á fimm mínútum áður.

Á 78. mínútu jafnaði Bruno Fernandes metin með afar umdeildu marki en Casemiro átti sendingu inn fyrir ætlaða Marcus Rashford en hann stóð í rangstöðu.

Hann skýdi boltanum þangað til Bruno Fernandes náði til hans og skoraði.

Aðstoðardómarinn dæmdi rangstöðu á Rashford en eftir spjall við Stuart Attwell dómara leiksins var markið dæmt gott og gilt við litla hrifningu leikmanna Manchester City.

Þetta virtist hafa tekið þá algjörlega úr sambandi þar sem United komst yfir aðeins fjórum mínútum síðar en þar var að verki Rashford en sá hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.

Þetta var áttunda mark hans í síðustu sjö leikjum.

Það reyndist sigurmarkið og er því Manchester borg rauð þessa dagana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner