Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. janúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kallaður aftur úr láni en er ekki í áformum Lampard
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Everton ákvað að kalla Ellis Simms til baka úr láni frá Sunderland eftir að hann skoraði 7 mörk í 17 leikjum í Championship deildinni - oft komandi inn af bekknum.


Simms er því með eitt af bestu markametum Championship deildarinnar ef skoðuð eru mörk miðað við spilaðar mínútur.

Þrátt fyrir að hafa kallað Simms aftur úr láninu virðist Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, ekki vera með nein áform fyrir sóknarmanninn sem hefur aðeins fengið átta mínútur í þremur leikjum frá heimkomunni. Mínúturnar komu í 1-4 tapi gegn Brighton.

Simms er kallaður aftur úr láni til að aðstoða Everton við markaskorun í fallbaráttunni þar sem liðið er aðeins komið með 14 mörk eftir 18 umferðir og situr í fallsæti með 15 stig.

„Ég er ekki kominn það langt," svaraði Lampard þegar hann var spurður hvort Simms fengi góðan spiltíma með Everton út tímabilið.

„Ég veit að hann er að koma aftur eftir jákvæða dvöl hjá Sunderland. Hann er auka möguleiki fyrir okkur í sóknarleiknum og mun veita sóknarmönnunum samkeppni. Við verðum að bíða og sjá með hvort hann fái að spila."

Ljóst er að hinn 22 ára gamli Simms er fyrir aftan Dominic Calvert-Lewin og Neal Maupay í goggunarröðinni. Þá hefur hinn tvítugi Tom Cannon fengið tækifæri með aðalliðinu og hefur Everton verið orðað við Elye Wahi, sóknarmann Montpellier sem kostar 16 milljónir punda.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner