Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. janúar 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solbakken gæti þreytt frumraunina gegn Fiorentina
Solbakken fagnar marki gegn Roma. Hann og Rick Karsdorp sem sést á mynd eru ekki liðsfélagar í dag þrátt fyrir félagsskipti Solbakken.
Solbakken fagnar marki gegn Roma. Hann og Rick Karsdorp sem sést á mynd eru ekki liðsfélagar í dag þrátt fyrir félagsskipti Solbakken.
Mynd: EPA

AS Roma tekur á móti Fiorentina annað kvöld í mikilvægum leik í Evrópubaráttu Serie A deildarinnar. 


Þar gæti norski kantmaðurinn Ola Solbakken þreytt frumraun sína með ítalska félaginu eftir skiptin frá Bodö/Glimt á frjálsri sölu um áramótin.

Norðmennirnir í Bodö eru óánægðir með framkomu Rómverja í kringum félagsskiptin en félögin mættust einnig í afar dramatískum rimmum í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð. Þau mættust bæði í riðlakeppninni og svo í útsláttarkeppninni og höfðu Rómverjar að lok betur, þó að Norðmennirnir hafi unnið báða leikina sem fóru fram í Bodö.

Þannig skapaðist afar ólíklegur rígur á milli smábæjarins Bodö, með rúmlega 50 þúsund íbúa, og AS Roma. Félagsskipti Solbakken til Roma eru hluti af rígnum og verður áhugavert að fylgjast með hvort hann fái loksins tækifæri um helgina eða hvort Jose Mourinho ætli að bíða enn frekar með að nota hann. Solbakken var ekki í hóp gegn Bologna og ónotaður varamaður gegn Milan og Genoa.

Solbakken, sem er 24 ára gamall, skoraði 21 mark og gaf 24 stoðsendingar í 91 leik með Bodö/Glimt. Hann á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Noreg.


Athugasemdir
banner
banner
banner