Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. febrúar 2019 15:01
Magnús Már Einarsson
Fer Bale í tólf leikja bann?
Í veseni.
Í veseni.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, gæti átt yfir höfði sér allt að tólf leikja bann í spænsku úrvalsdeildinni fyrir fagn sitt í 3-1 sigrinum á Atletico Madrid um helgina.

Bale fagnaði með því að koma með handabendingu fyrir framan stuðningsmenn Atletico Madrid.

Dómarinn skrifaði ekki um atvikið í skýrslu sinni en spænska knattspyrnusambandið ætlar nú að taka málið fyrir.

Bale er sagður hafa ögrað stuðningsmönnum Atletico Madrid með fagninu.

Samkvæmt reglugerðum á Spáni gæti hann fengið á bilinu fjögurra til tólf leikja bann fyrir vikið en atvikið verður tekið fyrir á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner