Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 14. febrúar 2021 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam: Sorglega er að Diagne hefði getað skorað þrennu
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
„Þetta er frábært stig en við hefðum klárlega getað unnið leikinn miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Sam Allardyce, stjóri West Brom, eftir 1-1 jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

„Það sorglega fyrir mig er að Mbaye Diagne hefði getað skorað þrennu. Það hefði verið frábært fyrir hann."

„Hann skoraði frábært mark og hann klúðraði auðveldari færum en færinu sem hann skoraði úr. Við erum með mann í teignum sem getur skorað fyrir okkur mörk."

„Ég er ánægður með frammistöðuna heilt yfir og hvernig við lögðum leikinn upp. Við héldum haus þó að United hafi skorað með einu tilraun sinni á rammann í fyrri hálfleik."

„Á síðustu mínútu leiksins þurftum við á markverði okkar að halda til að bjarga stiginu. Við hefðum ekki átt skilið að tapa," sagði Stóri Sam en West Brom er ekki í góðum málum þrátt fyrir stigið í dag. Liðið er 12 stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner