Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. mars 2019 11:14
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Við erum ekki hér til að reikna
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti þjálfari Napoli segist ekki ætla að tefla fram varaliði gegn Salzburg er liðin mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Napoli vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli og skoraði Arkadiusz Milik fyrsta mark leiksins en hann hefur verið í stuði og er kominn með 16 mörk á tímabilinu.

„Milik mun spila á morgun. Við erum ekki hér til að reikna út líkur, við erum hér til að vinna," sagði Ancelotti á fréttamannafundi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salzburg mætir ítölsku liði í Evrópudeildinni en í fyrra slógu austurrísku meistararnir Lazio úr leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-2 í Róm.

„Undir lok fyrri leiksins gáfum við þeim of mikið pláss og þeir komust alltof nálægt því að skora útivallarmark. Þeir sýndu sitt rétta andlit og gætu átt stórleik á heimavelli."

Athugasemdir
banner
banner
banner