Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. mars 2019 09:56
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski gagnrýnir þjálfara Bayern
Lewandowski var súr og svekktur.
Lewandowski var súr og svekktur.
Mynd: Getty Images
Bayern München tapaði 1-3 fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gær og talað er um leikinn sem taktíska snilld frá Jurgen Klopp.

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski var mjög pirraður eftir einvígið og hann sendi þjálfara sínum, Niko Kovac, pillu.

Virgil Van Dijk hélt Lewandowski niðri allan leikinn í gær.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. En í báðum leikjum fannst mér við vera of varnarsinnaðir," sagði Lewandowski.

„Við reyndum ekki að fara fram til að skapa tækifæri, hvorki í fyrri leiknum né í dag. Þess vegna töpuðum við þessum leik. Við vorum að spila of aftarlega og tókum ekki áhættu. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því."

„Ég var í erfiðri stöðu því ég var einn. Það er erfitt að vera einn gegn tveimur eða þremur mjög góðum leikmönnum."

Dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun en nánar má lesa um dráttinn hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner