Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. mars 2020 11:11
Ívan Guðjón Baldursson
Joey Gibbs kominn með leikheimild
Mynd: Keflavík
Ástralski framherjinn Joey Gibbs hefur fengið leikheimild og mun spila með Keflavík í 1. deildinni í sumar.

Joey lék síðast með Blacktown City í áströlsku B-deildinni og skoraði þar 43 mörk í 113 deildarleikjum.

Joey er 27 ára gamall og á að hjálpa Keflavík í tilraun sinni til að komast aftur upp í efstu deild.

Keflavík hefur verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu og er búið að vinna Fram, KA og Magna í Lengjubikarnum.

Joey er þriðji erlendi leikmaðurinn sem Keflavík fær til sín í vetur.

Komnir:
Joey Gibbs frá Ástralíu
Kian Williams frá Magna
Andri Fannar Freysson frá Njarðvík
Ari Steinn Guðmundsson frá Víði
Nacho Heras frá Leikni R
Sigurbergur Bjarnason frá Vestra
Sigurbergur Elísson frá Reyni

Farnir:
Adolf Bitegeko Mtasingwa í KR (var á láni)
Arnór Smári Friðriksson*
Elton Livramento Barros* (í Reyni Sandgerði)
Ísak Óli Ólafsson til Sönderjyske
Þorri Mar Þórisson í KA (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner