Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. mars 2021 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri Fannar kom ekki við sögu í flottum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson fékki ekki að koma við sögu þegar Bologna vann virkilega flottan sigur gegn Sampdoria í ítöksku úrvalsdeildinni.

Musa Barrow kom Bologna yfir á 27. mínútu en Fabio Quagliarella jafnaði metin fyrir Sampdoria tíu mínútum síðar.

Fyrir leikhlé hafði hins vegar Bologna aftur tekið forystuna þegar hinn sænski Mattias Svanberg skoraði.

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði svo Roberto Soriano fyrir Bologna og rak síðasta naglann í kistu Sampdoria. Lokatölur 3-1 fyrir Bologna sem er í 12. sæti með 31 stig. Sampdoria er í sætinu fyrir ofan með 32 stig.

Andri Fannar, sem er 19 ára, hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á þessu tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann verður líklega í U21 landsliðshópnum sem verður valinn síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner