Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. maí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Jákvætt próf er ekki heimsendir"
Cramer áttar sig á fjárhagslegu mikilvægi þess að boltinn byrji að rúlla sem fyrst.
Cramer áttar sig á fjárhagslegu mikilvægi þess að boltinn byrji að rúlla sem fyrst.
Mynd: Getty Images
Carsten Cramer, stjórnarformaður Borussia Dortmund, segir alla innan félagsins vera ánægða með að þýska tímabilið sé að fara aftur af stað. Hann var spurður út í áhrif kórónuveirunnar og segir það ekki vera heimsendi þó leikmaður sýkist.

Dortmund er í öðru sæti þýsku deildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Bayern, og hefur enginn leikmaður liðsins sýkst af veirunni.

Þrír hjá Köln hafa sýkst og þá ákvað B-deildarlið Dynamo Dresden að setja alla sína enn í einangrun eftir að tveir leikmenn liðsins sýktust.

„Við erum ánægðir með að fótboltinn sé að fara aftur af stað. Um leið og við erum með of marga leikmenn sem koma jákvæðir úr veiruprófi þá þurfum við að endurmeta stöðuna," sagði Cramer í viðtali við BBC Sport.

„Jákvætt próf er ekki heimsendir. Við erum með reglur og leiðbeiningar til að fylgja sem ættu að tryggja öryggi sem flestra. Það er nauðsynlegt að hefja tímabilið aftur því annars ætti þýsk knattspyrna afar erfiða tíma framundan."
Athugasemdir
banner
banner