Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. júlí 2018 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Belgía ekki í miklum erfiðleikum með England
Besti árangur Belgíu á HM
Belgía var að ná sínum besta árangri í sögunni.
Belgía var að ná sínum besta árangri í sögunni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Belgía 2 - 0 England
1-0 Thomas Meunier ('4 )
2-0 Eden Hazard ('82 )

Belgía er bronsliðið á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi 2018 eftir sigur á bensínlausum Englendingum í Sankti Pétursborg á þessum ágæta laugardegi.

Belgar náðu strax forystunni og litu aldrei um öxl
Belgía komst yfir strax á fjórðu mínútu og var það bakvörðurinn Thomas Meunier sem skoraði eftir sendingu Nacer Chadli. Danny Rose náði ekki að stoppa Meunier í teignum.

Sjá einnig:
Mynd: Sokkar Danny Rose vekja athygli

Englendingar voru ekki góðir í fyrri hálfleiknum og lýsti Elísabet Gunnarsdóttir því vel í HM-stofunni á RÚV í hálfleik. „Þeir voru bara leiðinlegir," sagði hún.

Staðan 1-0 fyrir Belgíu í hálfleik en Belgar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum. Það kom reyndar góðu kafli í seinni hálfleiknum hjá Englendingum og var Eric Dier nálægt því að skora. Toby Alderweireld bjargaði þá á marklínu.

Á 82. mínútu gerði Eden Hazard út um leikinn með öðru marki Belgíu og sína þriðja marki á mótinu. Hazard hefur verið einn besti maður mótsins og gæti hann verið á leið til Real Madrid.


Lokatölur 2-0 fyrir Belgíu í þessum leik og þeir fara heim með brons en Englendingar tómhentir.

Hvað þýða þessi úrslit?
Belgía var að ná sínum besta árangri í sögunni og England var að ná sínum besta árangri frá 1990.

Úrslitaleikur HM fer fram á morgun þegar Frakkland etur kappi við Króatíu í Moskvu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner