Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 14:11
Elvar Geir Magnússon
Keypti Big Mac af eineltishrotta
Riise var lagður í einelti í æsku.
Riise var lagður í einelti í æsku.
Mynd: Getty Images
Sumarið 2005 gekk John Arne Riise inn á McDonald's stað í Álasundi í Noregi. Ástæðan var ekki sú að hann var svangur.

„Ég sá mann sem ég kannaðist við fara þangað inn. Einn af þeim sem lagði mig í einelti í æsku var greinilega að mæta til vinnu," segir Riise sem á þessum tíma var nýkrýndur Evrópumeistari með Liverpool.

„Í skóla var mér strítt, mér var aldrei boðið í partí og ekki valinn í íþróttir á skólalóðinni."

„Það var tilviljun að ég sá þennan gaur. Ég fór að afgreiðslunni og bað um Big Mac. Ég vildi bara sjá viðbrögð hans. Hann horfði beint í augun á mér og það var augljóst: Hann vissi."

„Ég sagði ekkert, gekk út og kastaði hamborgaranum frá mér. Þetta var hið fullkomna svar."

„Þetta er engin vanvirðing við fólk sem vinnur á McDonald's. En ég var nýbúinn að vinna Meistaradeild Evrópu. Mér leið vel," segir Riise í ævisögu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner