Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   þri 15. janúar 2019 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Þór skælbrosandi: Ólýsanleg tilfinning
Icelandair
Alex Þór í fyrsta landsleiknum.
Alex Þór í fyrsta landsleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alex Þór Hauksson, miðjumaður Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta A-landsleik í dag. Alex kom inn á sem varamaður á 70. mínútu þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttulandsleik í Katar.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

„Ólýsanleg tilfinning, ég er þvílíkt sáttur að hafa fengið tækifæri. Ég er í skýjunum," sagði Alex Þór, sem er 19 ára gamall.

„Maður var alltaf úti á velli að ímynda sér að maður væri að spila fyrir landsliðið fyrir framan fulla stúku. Það er draumur að hafa náð því þó það sé ekki full stúku," sagði Alex en það kemur bara seinna hjá þessum efnilega leikmanni.

Alex og Willum Þór Willumsson voru lengi á hliðarlínunni að bíða eftir því að komast inn á, boltinn vildi ekki út af.

„Við vorum farnir að ræða það hvort þeir myndu halda boltanum út leiktímann, en eftir sjö mínútur fór hann loksins út af."

Alex og liðsfélagi hans, Hilmar Árni Halldórsson, missa af fyrsta leik Stjörnunnar í Fótbolta.net mótinu gegn FH í kvöld.

„Ég er svekktur að ná ekki fyrsta leik, en við Hilmar mætum klárir í næsta. Við verðum að vinna þetta mikilvægasta mót ársins," sagði Alex að lokum.

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner