Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 06. maí 2024 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er fyrst og fremst mikið svekkelsi. Þetta er alls ekki byrjunin sem við ætluðum okkur," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 8-2 tap gegn Fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR náði forystunni snemma í leiknum en svo tók Fram algjörlega öll völd á vellinum.

„Það er mikil stemning í hópnum og þetta var mjög góð byrjun hjá okkur, en svo vorum við fljótar að fá skellinn."

„Við fáum tvö mörk á okkur með mínútu millibili og það var mjög erfitt að koma til baka eftir það. Við eigum að vera sterkari en þetta, en þetta gekk ekki í dag."

Hvernig er stemningin í klefanum eftir þetta tap?

„Hún er mjög súr en við komum til baka úr þessu. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk," segir Lovísa en ÍR-ingar eru að koma upp sem nýliðar. Þeim er spáð neðsta sæti deildarinnar en þær ætla að afsanna þá spá.

„Við vitum alveg hvar okkur er spáð en við ætlum alls ekki að enda þar."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner