Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   mán 06. maí 2024 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er fyrst og fremst mikið svekkelsi. Þetta er alls ekki byrjunin sem við ætluðum okkur," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 8-2 tap gegn Fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR náði forystunni snemma í leiknum en svo tók Fram algjörlega öll völd á vellinum.

„Það er mikil stemning í hópnum og þetta var mjög góð byrjun hjá okkur, en svo vorum við fljótar að fá skellinn."

„Við fáum tvö mörk á okkur með mínútu millibili og það var mjög erfitt að koma til baka eftir það. Við eigum að vera sterkari en þetta, en þetta gekk ekki í dag."

Hvernig er stemningin í klefanum eftir þetta tap?

„Hún er mjög súr en við komum til baka úr þessu. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk," segir Lovísa en ÍR-ingar eru að koma upp sem nýliðar. Þeim er spáð neðsta sæti deildarinnar en þær ætla að afsanna þá spá.

„Við vitum alveg hvar okkur er spáð en við ætlum alls ekki að enda þar."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner