Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. febrúar 2019 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Ramos vísar ásökunum á bug
Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Ramos nælir sér viljandi í gult spjald.
Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Ramos nælir sér viljandi í gult spjald.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusérfræðingar eru margir hverjir sammála um að Sergio Ramos hafi vísvitandi nælt sér í gult spjald í 1-2 sigri Real Madrid gegn Ajax í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.

Það á Ramos að hafa gert til að safna upp þremur spjöldum og fara þannig í sjálfkrafa leikbann í seinni leiknum gegn Ajax. Við leikbannið þurrkast gulu spjöldin út.

Eftir leikinn virtist Ramos viðurkenna fyrir spænskum fjölmiðlamanni að hann hafi fengið spjaldið vísvitandi, en hann segir svar sitt hafa verið mistúlkað.

„Ég er mjög hissa yfir þessu öllu. Ég var að tala um að ég hafi brotið viljandi af mér, ég var ekki að tala um að hafa fengið viljandi gult spjald. Ég varð að brjóta á þarna, ég stöðvaði hættulega skyndisókn," sagði Ramos.

„Ég hafði engra kosta völ, þetta hefði verið mikilvægt mark á 88. mínútu fyrir Ajax. Hefði ég viljað fara í leikbann á uppsöfnuðum gulum spjöldum þá hefði ég gert það í síðasta leik riðlakeppninnar gegn CSKA."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner