Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha sniðugur - Áfrýjaði og missir af Doncaster
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha fékk tvö gul spjöld á nokkrum sekúndum í jafnteflisleik gegn Southampton í lok janúar. Fyrra gula spjaldið fékk Zaha fyrir mótmæli og það seinna fyrir að klappa kaldhæðnislega að ákvörðun dómarans.

Zaha missti af næsta leik Crystal Palace sem var gegn Fulham og ákvað enska knattspyrnusambandið að lengja bannið um einn leik fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Bannið hefði tekið gildi fyrir mikilvægan leik gegn West Ham um síðustu helgi en spjaldinu var áfrýjað og því var Zaha gjaldgengur. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Zaha eina mark Crystal Palace.

Í dag var áfrýjuninni svo hafnað sem þýðir að Zaha missir af bikarleik gegn C-deildarliði Doncaster Rovers á sunnudaginn.

Zaha og Crystal Palace vissu allan tímann að enska knattspyrnusambandið myndi ekki aflétta banninu og sigruðust þannig á kerfinu.
Athugasemdir
banner
banner