Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Issa Diop bætist í hóp miðvarða sem Man Utd hefur áhuga á
Issa Diop í baráttu við Harry Kane, sóknarmann Tottenham.
Issa Diop í baráttu við Harry Kane, sóknarmann Tottenham.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á Issa Diop, varnarmanni West Ham, og er tilbúið að borga fyrir hann 45 milljónir, auk þess sem United er tilbúið að senda West Ham leikmann í skiptum. Þetta segir Sky Sports.

Margir miðverðir hafa verið orðaðir við United í byrjun sumars. Matthijs de Ligt, Harry Maguire og Kalidou Koulibaly eru á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við United.

Nú bætist Diop í þann hóp. Þó er talið að West Ham vilji ekki selja hann og muni ekki hlusta á tilboð sem hljóða upp á minna en 60 milljónir punda.

Diop spilaði 38 leiki á síðustu leiktíð fyrir West Ham. Hann var keyptur til West Ham frá franska félaginu Toulouse síðasta sumar fyrir 22 milljónir punda.

Ásamt því að kaupa miðvörð vill United einnig kaupa hægri bakvörð. Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Crystal Palace, er efstur á óskalistanum.

Daniel James, kantmaður frá Swansea, er eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur hingað til keypt í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner