Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. júlí 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Ajax samþykkir tilboð Juventus í De Ligt
Mathijs De Ligt fer í læknisskoðun á miðvikudag
Mathijs De Ligt fer í læknisskoðun á miðvikudag
Mynd: Getty Images
Ítalska meistaraliðið Juventus er búið að ná samkomulagi við Ajax um kaup á Mathijs de Ligt. Sky á Ítalíu fullyrðir þetta.

De Ligt, sem er 19 ára gamall, er einn efnilegasti varnarmaður heims en hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Ajax og hollenska landsliðinu.

Mörg félög sýndu honum áhuga í sumar en Juventus er búið að vinna kapphlaupið.

De Ligt samdi við Juventus á dögunum um kaup og kjör en félagið er nú búið að ná samkomulagi við Ajax.

Juventus greiðir hollenska félaginu 67,5 milljón punda fyrir leikmanninn sem er búinn að skrifa undir langtímasamning.

Hann heldur til Tórínó á morgun og fer í læknisskoðun á miðvikudag áður en félagið tilkynnir kaupin.



Athugasemdir
banner
banner