Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Zaha segir Wan-Bissaka að spila án ótta
Aaron Wan-Bissaka í æfingaleik með Manchester United um helgina.
Aaron Wan-Bissaka í æfingaleik með Manchester United um helgina.
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka varð á dögunum fimmti dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester United þegar félagið keypti hann frá Crystal Palace á 50 milljónir punda.

Wan-Bissaka fer sömu leið og Wilfried Zaha sem fór frá Crystal Palace til United árið 2013 á fimmtán milljónir punda áður en hann sneri aftur til Palace.

Zaha náði aldrei að slá í gegn hjá Manchester United og lék fáa leii með liðinu en hann hefur gefið Wan-Bissaka ráð fyrir komandi tímabil á Old Trafford.

„Þegar hann vissi að ég væri að skrifa undir sagði hann mér að spila án ótta. Ég kem hér sem nýr leikmaður og hann sagði við mig: 'Spilaðu þinn leik eins og þú gerðir á síðasta tímabili," sagði Wan-Bissaka.

„Hann var ánægður fyrir mína hönd. Hann sagði að ég verðskuldaði þetta og ég ætti að halda áfram að leggja hart að mér og gera það sem ég er að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner