Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. ágúst 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Barcelona ætlar ekki að bjóða í Pogba
Powerade
Paul Pogba hefur verið fastagestur í slúðurpakkanum að undanförnu.
Paul Pogba hefur verið fastagestur í slúðurpakkanum að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet gæti verið á leið í ítalska boltann.
Simon Mignolet gæti verið á leið í ítalska boltann.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru áfram á tánum þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður.



Ariedo Bradia, stjórnarmaður Barcelona, segir að félagið ætli ekki að bjóða í Paul Pogba miðjumann Manchester United í sumar. Braida segir hins vegar að Pogba sé frábær leikmaður og að Barcelona ætli að halda áfram að fylgjast með honum. (Mirror)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur slakað á ströngum reglum sem forveri hans Antonio Conte hafði sett um næringu leikmanna og undirbúning fyrir leiki. (Telegraph)

Sarri er til í að selja miðjumanninn Danny Drinkwater (28). (Star)

Lionel Messi (31) spilar ekki meira með argentínska landsliðinu á þessu ári og óvíst er hvenær næsti landsleikur hans verður. (Clarin)

Harry Maguire (25) varnarmaður Leicester, er nálægt því að ganga frá nýjum samningi sem færir honum 75 þúsund pund í laun á viku. (Telgraph)

Patrick Roberts (21) kantmaður Manchester City, er á leið til spænska félagsins Girona á láni. (Sky Sports)

Unai Emery, stjóri Arsenal, þarf að lækka launakostnað félagsins í næsta félagaskiptaglugga. (Telegraph)

Joel Campbell (26), framherji Arsenal, er á leið til Frosinone á Ítalíu. (Star)

Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet (30) er á förum frá Liverpool. Napoli vonast til að krækja í Mignolet áður en félagaskiptaglugginn á Ítalíu lokar á föstudaginn. (Sun)

Alisher Usmanov, sem átti áður hlut í Arsenal, ætlar líklega að kaupa hlut í AC Milan, Roma eða Bayern Munchen. (Star)

Nýr heimavöllur Tottenham verður ekki klár fyrr en í nóvember og félagið gæti neyðst til að spila alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni á Wembley. (Times)

Enska knattspyrnusambandið hefur komið í veg fyrir að Tottenham færi leik sinn gegn Manchester City í október á Etihad leikvanginn. (Sun)

Diego Godin (32) varnarmaður Atletico Madrid segist hafa hafnað Manchester United í sumar af persónulegum ástæðum. (Mirror)

Ander Herrera (29), miðjumaður Manchester United, vill framlengja samning sinn við félagið en núverandi samningur hans rennur út næsta sumar. (Mirror)

Marko Grujic (22) miðjumaður Liverpool er líklega á leið á lán utan Englands eftir að hafa hafnað lánstilboðum frá bæði Cardiff og Middlesbrough. (Evening Standard)

Hollenska félagið Vitesse Arnhem hefur áhuga á að fá Martin Ödegaard (19) á láni frá Real Madrid. (De Gelderlander)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill halda Marcos Rojo (28) og Matteo Darmian (28) hjá félaginu að minnsta kosti þangað til í janúar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner