Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. september 2018 13:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Okkar besti leikur á tímabilinu
Klopp var mjög sáttur með frammistöðuna hjá sínu liði í dag.
Klopp var mjög sáttur með frammistöðuna hjá sínu liði í dag.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var mjög ánægður eftir 2-1 sigur Liverpool á Tottenham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann segir að leikurinn hafi verið sá besti sem Liverpool hefur spilað á þessu tímabili.

„Þetta var mjög, mjög gott," sagði Klopp eftir leikinn. „Við áttum sigurinn skilið. Við vorum með yfirburði í 85 mínútur. Með og án boltans þá ollum við þeim miklum vandræðum."

„Það sem þeir gera vanalega, það virkar vanalega en það gerði það ekki í dag. Strákarnir fylgdu plani og þetta var mjög gott."

„Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu og frammistaðan var mikið betri en úrslitin segja til um."

Liverpool er með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

„Þetta var erfiður leikur maður. Tvö góð lið, tvö stórlið, fótbolti eins og hann á að vera. Við unnum leikinn og ef við vinnum gegn á útivelli eru það stór úrslit. Ég er mjög stoltur af strákunum."
Athugasemdir
banner
banner