Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. september 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho datt á Wembley - „Engin vítaspyrna"
Mourinho sló á létta strengi.
Mourinho sló á létta strengi.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, sló á létta strengi á blaðamannafundi í gær.

Landsleikjahléi er lokið og fer enska úrvalsdeildin aftur af stað í dag. Man Utd mætir Watford í síðasta leik dagsins, klukkan 16:30.

Í landsleikjahléinu kíkti Mourinho á Wembley og sá þar England spila við Spán. Marcus Rashford, Luke Shaw, David de Gea og Jesse Lingard, leikmenn Mourinho hjá United voru að spila í leiknum.

Mourinho kom sér í fréttirnar fyrir það að detta fyrir utan leikvanginn en hann grínaðist með það að fjölmiðlamenn hefðu hringt í sig og beðið hann um að detta svo hægt væri að skrifa um hann.

„Þetta var góð dýfa. Engin vítaspyrna, kannski gult spjald," sagði Mourinho léttur.

Hér að neðan er myndband af því þegar Mourinho datt.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner