Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   lau 15. september 2018 22:47
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Eiginlega ólýsanleg tilfinning
Rúnar Páll er bikarmeistari.  Hér fær hann mjólkurbað frá aðstoðarmanni sínum.
Rúnar Páll er bikarmeistari. Hér fær hann mjólkurbað frá aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hæstánægður þegar hann mætti í viðtal hjá Fótbolta.net eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Breiðablik

„Þetta er mjög sætt, stórkostleg stundu fyrir okkur alla, sem lið, fyrir fólkið okkar og félagið. Þetta er eiginlega ólýsanleg tilfinning," sagði Rúnar Páll.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur, 4-1.

„Þetta var bráðskemmtilegur leikur. Mér leið mjög vel í leiknum, við vorum að spila vel en Blikarnir voru að gera það líka. Haraldur var frábær í markinu og allt mitt lið var frábært," sagði Rúnar en hann hrósaði Gunnleifi í marki Breiðabliks sérstaklega.

„Ég hafði miklar áhyggjur þegar kom að vítaspyrnukeppninni, hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Við kláruðum þetta og lönduðum frábærum titli."

Rúnar segist ekki ætla að fagna með einum köldum en ætlar samt að fagna vel. Framundan hjá Stjörnunni er barátta upp á Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum í bullandi séns á að vinna Íslandsmeistaratitil," sagði Rúnar undir lok viðtalsins en Stjarnan er einu stigi á eftir toppliði Vals þegar þrjár umferðir eru eftir í Pepsi-deildinni.

Viðtalið við Rúnar er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner