Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. nóvember 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elliott stígur næsta skref í endurhæfingu sinni
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Harvey Elliott er byrjaður að sprikla aftur eftir ljót meiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Leeds snemma á tímabilinu.

Hinn 18 ára gamli Elliott byrjaði að hlaupa á grasi í fyrsta sinn eftir meiðslin í dag.

Elliott meiddist illa á ökkla eftir tæklingu frá Pascal Struijk, varnarmanni Leeds, en fóturinn á honum varð undir líkama Struijk, sem fékk rauða spjaldið.

Elliott sagði að um slys hefði verið að ræða og Struijk ætti ekki skilið að fara í bann. Leeds áfrýjaði en bannið stóð.

Það eru eflaust nokkrar vikur í að þessi efnilegi leikmaður geti byrjað að sparka í fótbolta á fullu. Það kemur hægt og rólega. Elliott var frábær áður en hann meiddist og er svo sannarlega leikmaður framtíðarinnar.
Athugasemdir
banner
banner