Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 15. nóvember 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire tók fram úr Terry og setti nýtt met
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Harry Maguire skráði sig í kvöld á spjöld sögunnar er hann skoraði gegn San Marínó í undankeppni HM.

Hann er búinn að skora í tveimur landsleikjum í röð og setti hann met með markinu sem hann skoraði í kvöld.

Maguire er núna markahæsti miðvörðurinn í sögu enska landsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk á landsliðsferli sínum. Næst markahæsti miðvörðurinn er John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, sem skoraði sex mörk.

Terry spilaði 78 landsleiki, en Maguire spilaði í kvöld sinn 41. landsleik.

Maguire, sem er fyrirliði Man Utd, hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með United á tímabilinu. Honum líður betur í enska landsliðsbúningnum, allavega í augnablikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner