Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. nóvember 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri semur við landsliðsmann Simbabve (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vestri tilkynnti í dag að félagið hefði samið við hinn 32 ára gamla Silas Songani.

Silas er 32 ára kantmaður og hefur leikið ellefu landsleiki fyrir Simbabve. Hann kemur til Vestra frá FC Platinum sem spilar í efstu deild í Simbave og varð liðið meistari tímaiblið 2019.

Silas þekkir til Nicolaj Madsen sem er leikmaður Vestra. Þeir léku saman hjá SönderjyskE í dönsku efstu deildinni á sínum tíma. Nicolaj kann Silas söguna vel og segir hann snöggan og áræðinn kantmann sem geti skporað mörk.

Silas var síðast valinn í landsliðið í mars á þessu ári.

„Við bjóðum Silas innilega velkominn og hlökkum til að sjá hann í búningi Vestra!" segir í tilkynningu Vestra.
Athugasemdir
banner