Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. desember 2018 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Granqvist um Man Utd: Getum drepið þennan orðróm
Granqvist að fagna marki með sænska landsliðinu.
Granqvist að fagna marki með sænska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Fyrir nokkrum vikum fór af stað orðrómur um að sænski varnarmaðurinn Andreas Granqvist gæti verið á leið til Manchester United í janúarglugganum.

Það er athyglisvert í ljósi þess að Granqvist er 33 ára og er á mála hjá Helsingborg í sænsku B-deildinni. Andri Rúnar Bjarnason er liðsfélagi hans þar.

Jose Mourinho, stjóri United, hefur áhuga á varnarmanni en Granqvist virðist núna vera viss um að það verði ekki hann.

„Við getum drepið þennan orðróm hér og nú, það er 99% öruggt að ég fer ekki þangað," sagði Granqvist við Fotboll Direkt

„Það væri ótrúlegt en ég held að það sé ekki að fara að gerast. Svo veit ég ekki hvort ég vilji það. Ég vil vera hjá Helsingborg."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner