Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ekki sigurstranglegri að mati Rashford
Marcus Rashford hefur verið góður að undanförnu.
Marcus Rashford hefur verið góður að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford verður í byrjunarliði Manchester United gegn Liverpool á morgun.


Flestir telja Liverpool sigurstranglegra liðið en Rashford er ekki á þeirri skoðun. Hann segir að United fari í leikinn til þess að vinna, Jose Mourinho sé sigurvegari.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn, 16 stigum frá Liverpool sem er á toppnum.

„Við erum ekki að fara þangað sem ólíklegra liðið til að vinna, við förum þangað til að vinna leikinn eins og hvern annan leik," sagði Rashford við Sky Sports.

„En Liverpool er gott lið, þeir spila af miklum krafti og það gerir það erfitt að spila við þá, en við verðum þá bara að mæta af krafti líka. Það er mikilvægt að einbeita okkur að okkur, skoða hvernig við getum sært þá og skorað mörk."

„Hann er sigurvegari"
Síðustu tvær viðureignir Liverpool og Manchester United á Anfield hafa endað með markalausu jafntefli en samt sem áður er eftirvæntingin gríðarleg fyrir leikinn á morgun.

Rashford var spurður að því hvort Mourinho, stjóri United, væri öðruvísi fyrir stórleiki en aðra leiki.

„Hann er svolítið öðruvísi, eins og við erum allir fyrir þessa leiki. Það er mikil spenna og eftirvænting, og sem manneskjur getum við ekki falið það."

„Hann er sigurvegari og fyrir þessa leiki er hann bara að hugsa um að vinna, hvernig við munum vinna, og hvað við ætlum að gera til að vinna leikinn. Þrjú stig eru það eina sem skiptir máli."

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner