Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho minnir á að þetta Liverpool-lið hefur ekkert unnið
Mourinho vill ekki að Rafa, Carragher og Gerrard séu fúlir út í sig.
Mourinho vill ekki að Rafa, Carragher og Gerrard séu fúlir út í sig.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Liverpool-liðið sem United mætir á morgun sé ekki það besta sem hann hefur mætt á stjóraferli sínum.

Jurgen Klopp hefur byggt upp mjög öflugt lið hjá Liverpool, lið sem hefur ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Í viðtali við Sky Sports var Mourinho spurður að því hvort þetta væri besta lið Liverpool sem hann hefði nokkurn tímann mætt. Mourinho sagði að svo væri ekki og fyrir því er ein meginástæða; þetta lið hefur ekki unnið neitt.

„Ég mætti Liverpool-liði sem var Evrópumeistari. Ég veit ekki hvort það var betra eða ekki betra, en ég veit að hitt liðið var Evrópumeistari og þetta lið hefur ekkert unnið," sagði Mourinho í viðtali við Sky Sports.

„Á endanum snýst þetta um virðingu. Ég býst ekki við því að Rafa (Benitez), (Jamie) Carragher og (Steven) Gerrard væru ánægðir með mig ef ég myndi segja að þetta lið væri betra."

Þess ber að geta að Liverpool endurheimtir toppsætið með sigri gegn United á morgun.

Sjá einnig:
Klopp svarar Mourinho - Segist ekki þurfa að vinna titla



Athugasemdir
banner
banner
banner