Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino sá fyrsti sem nær 100 sigrum með Tottenham
Fljótari en Wenger
Pochettino í rigningunni í Lundúnum.
Pochettino í rigningunni í Lundúnum.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er elskaður af stuðningsmönnum Tottenham. Hann hefur stýrt liðinu frá 2014 og gert það með prýðis árangri. Hann hefur byggt upp mjög gott lið.

Tottenham var að vinna 1-0 sigur á Burnley en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Það var varamaðurinn Christian Eriksen sem skoraði sigurmarkið.

Markið færði Pochettino sinn 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni sem stjóri Tottenham.

Hann er fyrsti stjórinn sem nær að vinna 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Tottenham. Hann er 10 leikjum fljótari með þennan áfanga en Arsene Wenger með erkifjendurna í Arsenal.

Nú er bara spurning hvort hann fari að vinna titla með liðið.

Stuðningsmenn Manchester United eru vongóðir um að Pochettino taki við liðinu ef Jose Mourinho verður látinn fara.



Athugasemdir
banner
banner