Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. janúar 2019 23:49
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Sævar skoraði fjögur er Leiknir vann ÍR - Fjölnir vann Val
Sævar Atli Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Leikni gegn ÍR
Sævar Atli Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Leikni gegn ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í A-riðli Reykjavíkurmóts karla í kvöld en Leiknir R. burstaði ÍR 5-0 á meðan Fjölnir vann 1-0 sigur á Íslandsmeistaraliði Vals.

Leiknismenn náðu í fyrsta sigurinn á Reykjavíkurmótinu gegn nágrönnum sínum í ÍR en Sævar Atli Magnússon fór þar mikinn í liði Leiknis og skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítaspyrnu.

Vuk Oskar Djimitrijevic gerði þá eitt mark fyrir Leikni en ÍR-ingar hafa farið Reykjavíkurmótið illa af stað og hefur liðið tapað öllum leikjum sínum aðeins tekist að skora eitt mark.

Leiknum lauk með 5-0 sigri Leiknis en liðið er með þrjú stig eftir tvo leiki á meðan ÍR er stigalaust eftir þrjá leiki.

Fjölnir vann þá Val 1-0. Kristófer Óskar Óskarsson gerði eina mark leiksins en hann er fæddur árið 2000. Fjölnismenn hafa litið afar vel út í mótinu og unnið alla sína leiki

Úrslit og markaskorarar:

Fjölnir 1 - 0 Valur
1-0 Kristófer Óskar Óskarsson ('35 )

Leiknir R. 5 - 0 ÍR
1-0 Sævar Atli Magnússon ('52 )
2-0 Vuk Oskar Djimitrijevic ('53 )
3-0 Sævar Atli Magnússon ('76 )
4-0 Sævar Atli Magnússon ('83, víti )
5-0 Sævar Atli Magnússon ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner