Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Albert byrjaði í sigri gegn Den Haag
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar 2 - 1 Den Haag
0-1 Michiel Kramer ('58)
1-1 Zakaria Aboukhlal ('72)
2-1 Zakaria Aboukhlal ('89)

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem rétt náði í þrjú stig gegn Den Haag í hollensku deildinni í kvöld.

AZ var talsvert betra liðið allan leikinn en ekki gekk að nýta góð færi.

Den Haag tók forystuna gegn gangi leiksins á 58. mínútu og gerðu heimamenn í Alkmaar fjórfalda skiptingu í kjölfarið. Albert var meðal þeirra sem fóru útaf og var hinn tvítugi Zakaria Aboukhlal meðal þeirra sem komu inn af bekknum.

Innkoma Aboukhlal gjörbreytti leiknum því hann jafnaði tíu mínútum eftir innkomuna og gerði svo sigurmark á 89. mínútu.

AZ er í fimmta sæti eftir sigurinn, fjórum stigum eftir toppliði Ajax sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner