Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. febrúar 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Hyypia telur að skyndisóknir Liverpool geti farið illa með Bayern
Hyypia vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Hyypia vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þriðjudaginn er komið að fyrri viðureign Liverpool gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeilarinnar.

Sami Hyypia, fyrrum leikmaður Liverpool, fylgist grannt með þýska boltanum og segir að styrkleiki Liverpool liggi þar sem veikleiki Bæjara er.

„Við þurfum að vera beittir frá fyrstu mínútu í fyrri leiknum," segir Hyypia.

„Fyrri leikurinn er á Anfield og maður vill auðvitað fara til München með forystu."

„Ég þekki Bayern vel og tel að veikleiki þeirra sé í að verjast skyndisóknum. Við erum ekki slæmir í skyndisóknum og ég get séð okkur skora nokkur mörk gegn Bayern með þeim hætti í þessum tveimur leikjum."

„Bayern hefur hefur ekki gengið nægilega vel í deildinni heima á þessu tímabili en þeir eru enn hættulegir."

Virgil van Dijk verður í leikbanni í fyrri leiknum og Hyypia segir að það sé augljóslega vont.

„Við höfum ekki efni á að vanmeta þá. Við þurfum að fara á fullum krafti í þessa tvo leiki. Virgil verður saknað en ég hef ekki of miklar áhyggjur. Þetta skapar tækifæri fyrir einhvern annan til að stíga upp og taka meiri ábyrgð. Það eru leikmenn sem geta tekið hans stöðu," segir Hyypia.

„Þó Liverpool sé að gera vel í ensku úrvalsdeildinni þá minnkar það ekkert verðmæti Meistaradeildarinnar. Þetta verður erfitt en mögulegt. Þú vilt keppa um báða bikara eins lengi og mögulegt er. Stuðningsmenn vilja sjá sitt lið berjast um stærstu titlana."
Athugasemdir
banner
banner