Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. febrúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stórleikur á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það eru sex leikir á dagskrá í dag er íslensk félagslið keppast um að vera klár fyrir komandi fótboltasumar.

Úrslitakeppni Fótbolta.net mótsins lýkur í dag þegar spilað er uppá sæti í C-deildinni, en KV vann mótið eftir glæsilegan sigur gegn Vængjum Júpíters í gær.

Álftanes og Augnablik mætast fyrir hádegi og keppa um 5. sætið en eftir hádegi berjast Þróttur V. og Víðir um bronsið.

Lengjubikarinn er þá kominn í gang og eiga Blikar heimaleik gegn Gróttu snemma í dag. Stórleikur dagsins hefst síðdegis þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Boganum.

Breiðablik á svo leik við Selfoss í Lengjubikar kvenna áður en Valur, sem rúllaði upp Reykjavíkurmótinu, mætir ÍBV í Egilshöll.

Fótbolta.net mótið C-deild - Úrslit
11:00 Álftanes-Augnablik (Bessastaðavöllur)
14:00 Þróttur V.-Víðir (Fylkisvöllur)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 3
17:00 KA-Valur (Boginn)

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 4
10:15 Breiðablik-Grótta (Fífan)

Lengjubikar kvenna A-deild - Riðill
12:15 Breiðablik-Selfoss (Fífan)
15:15 Valur-ÍBV (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner