Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. febrúar 2019 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig sigraði í Stuttgart
Mynd: Getty Images
Leipzig, Hoffenheim og Wolfsburg unnu sína leiki í þýska boltanum í dag á meðan Schalke gerði markalaust jafntefli við Freiburg.

Hoffenheim lenti ekki í erfiðleikum gegn Hannover og vann 3-0 á heimavelli. Liðið er í Evrópubaráttunni en Hannover er í fallbaráttu.

Yussuf Poulsen gerði þá tvennu er Leipzig lagði Stuttgart að velli. Leipzig er í þægilegri stöðu í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á undan Wolfsburg sem er í fimmta sæti eftir að hafa lagt Mainz að velli í dag.

Schalke og Freiburg eru áfram í neðri hluta deildarinnar eftir jafnteflið, en heimamenn í Schalke spiluðu manni færri í síðari hálfleik. Aðeins stig skilur liðin að, átta stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Schalke 04 0 - 0 Freiburg
Rautt spjald: ,Suat Serdar, Schalke 04 ('42)
Rautt spjald: Christian Gunter, Freiburg ('90)

Hoffenheim 3 - 0 Hannover
1-0 Joelinton ('4 )
2-0 Ishak Belfodil ('14 )
3-0 Kerem Demirbay ('80 )

Stuttgart 1 - 3 RB Leipzig
0-1 Yussuf Poulsen ('6 )
1-1 Steven Zuber ('16 , víti)
1-2 Marcel Sabitzer ('68 )
1-3 Yussuf Poulsen ('74 )

Wolfsburg 3 - 0 Mainz
1-0 Maximilian Arnold ('4 )
2-0 Wout Weghorst ('70 , víti)
3-0 Robin Knoche ('76 )
Athugasemdir
banner
banner