Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. mars 2019 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund kom til baka og endurheimti toppsætið
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin 2 - 3 Borussia Dortmund
1-0 Salomon Kalou ('4 )
1-1 Thomas Delaney ('14 )
2-1 Salomon Kalou ('35 , víti)
2-2 Dan Axel Zagadou ('47 )
2-3 Marco Reus ('92)
Rautt spjald: J. Torunarigha, Hertha ('85)
Rautt spjald: Vedad Ibisevic, Hertha ('96)

Marco Reus var hetja Borussia Dortmund er liðið heimsótti Hertha Berlin í síðasta leik dagsins í þýska boltanum.

Salomon Kalou, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom heimamönnum yfir snemma leiks en Thomas Delaney náði að jafna fyrir Dortmund skömmu síðar.

Kalou skoraði svo úr vítaspyrnu og leiddi Hertha því 2-1 í hálfleik. Dan Axel Zagadou jafnaði þó fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks og var staðan jöfn þar til undir lokin.

Heimamenn voru manni færri síðustu mínúturnar því Jordan Torunarigha fékk tvö gul spjöld á lokakaflanum nokkru áður en Reus gerði sigurmarkið. Vedad Ibisevic var svo rekinn útaf undir lok uppbótartímans en það skipti litlu því sigur Dortmund staðreynd.

Dortmund endurheimti toppsæti deildarinnar með sigrinum, Bayern er þremur stigum eftirá en á leik til góða gegn Mainz á morgun. Hertha er um miðja deild, sjö stigum frá Evrópusæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner