Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 14:13
Elvar Geir Magnússon
Alfreð ekki í landsliðshópnum vegna meiðsla
Icelandair
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð hefur misst af síðustu sjö deildarleikjum Augsburg vegna meiðsla.
Alfreð hefur misst af síðustu sjö deildarleikjum Augsburg vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Landsliðssóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason verður ekki með Íslandi í komandi landsleikjum. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og ekki spilað með Augsburg síðan í janúar.

„Ég talaði við landsliðsþjálfarann í síðustu viku og ekki útlit fyrir að ég verði í hópnum vegna þessara meiðsla. Kálfinn er enn til vandræða," segir Alfreð sem reiknar þó með að snúa aftur áður en tímabilið er búið.

Alfreð var í viðtali við heimasíðu þýska sambandsins og þar er rifjað upp þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Þýskaland á Laugardalsvelli 2003.

Alfreð var þá fjórtan ára gamall og var á vellinum. „Það var sterkt fyrir Þýskaland að ná 0-0 úr þeim leik," segir Alfreð kíminn í viðtalinu.

Setjum alltaf háleit markmið
Ísland heimsækir Þýskaland í Duisburg á fimmtudaginn í næstu viku en það er fyrsti leikur liðanna í undankeppni HM.

„Auðvitað teljum við Þýskaland sterkasta liðið í okkar riðli. Því miður höfum við ekki úr eins mörgum góðum leikmönnum að velja og Þýskaland. Það er alveg ljóst að þýska liðið er miklu sigurstranglegra en undanfarin ár hjá þýska landsliðinu hafa verið flókin," segir Alfreð.

Hann segir að erfitt sé að finna veikleika í þýska liðinu en í riðlinum eru einnig Armenía, Liechtenstein, Norður-Makedónía og Rúmenía.

„Liðið í fyrsta sæti fer beint á HM en liðið í öðru sæti fer í umspil. Okkar markmið er að enda í öðru af tveimur efstu sætunum. Við höfum aldrei verið hræddir við að setja okkur háleit markmið og breytum því ekki."

Á morgun verður haldinn fréttamannafundur þar sem landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM verður opinberaður.

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner